15.9.2011 | 08:58
Reykjavíkurvaldið
Er eðlilegt að fólk í Reykjavík hafi eitthvað um það að segja að eigendur lands á norðurlandi selja land sitt? Fólk sem hefur kannski aldrei komið á svæðið og veit jafnvel ekki hvar þetta land er! Já ég er að tala um Grímsstaði á Fjöllum, þetta land er að 75% í einkaeigu og það er sá hluti sem verið er að tala um að selja.
Hvar eru mótmælin og umræðan um að selja indverjum eða þjóðverjum lóðina við hliðina á Hörpunni? Þetta er í höfuðborginni okkar, eða er það ekki, það á einum besta og dýrasta stað borgarinnar. En málið virðist vera það að þörf er á innspýtingu í efnahagslíf ÞJÓÐARINNAR, því þarf að gera eitthvað í Reykjavík. En úti á landi (hvar sem það er) þá valda framkvæmdir þar annaðhvort of miklum fjárhagslegum þrýstingi á efnahagskerfið eða það eru ekki til peningar. Fyrir svo utan að það er svo óhagkvæmt að ráðast í einhverjar framkvæmdir. Bankarnir hafa ekki viljað lána peninga út á landsbyggðina, það er of áhættusamt og hvar liggja svo helstu afskriftir eftir hrunið? Skyldi það nokkuð vera hlutfallslega að langstærstum hluta á Stór Reykjavíkursvæðinu?
Hvað ætli margir í Reykjavík hafi komið í Gjástykki eða á Þeistareyki? Hvað ætli margir Reykvíkingar (skrifast Selfoss-Borgarnes og þar sunnan við) þekki leiðina á svæðið? Eftir sem áður virðist vera nóg af fólki á þessu svæði sem hefur mjög ákveðnar skoðanir á því að ekki skuli borað á þessu svæði! Hvernig getur þetta fólk fært rök fyrir þeirri skoðun? Það þekkir ekki svæðið það veit ekkert um orkugetu svæðisins, vísindamenn eru farnir að geta myndað sér skoðun að einhverju leyti um orkugetuna en þar sem svæðið hefur ekki verið rannsakað nema að hluta hafa þeir ekki endanlega gefið neitt upp, en það geta rithöfundar og aðrir "besserwisserar" í Reykjavík.
Hvar eru réttindi lansbyggðarinnar til að tjá sig um Reykjavíkurflugvöll? Þetta er sagt land Reykjavíkur og landsbyggðarfólk hafi ekkert um þetta að segja, er þetta ekki Höfuðborgin? Ekki er ólíklegt að margur landsbyggðamaðurinn hugsi: hvað erum við að binda trúss okkar við höfuðborgarsvæðið, hvað er raunverulega þangað að sækja sem við úti á landi getum ekki gert sjálf ef við fáum frið til þess?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar